Lúxus?
Lúxus salurinn í Smárabíói var ekkert að heilla mig neitt upp úr skónum. Það er ekki hægt að neita því að sætin eru þægileg en 1700 krónur fyrir aðeins þægilegri sæti en eru í venjulegum sal? Mér finnst þetta fullmikið af hinu góða. Síðan fylgir jú með popp og kók en ég meina á maður ekki að ráða hvort maður fær sér popp og kók í bíó? Mér fannst ekkert voðalega skemmtilegt að koma inn í salinn fullur eftirvæntingar og síðan eru bara laus sæti fremst. Hvers konar lúxus er það að þurfa að sitja fremst? Lúxus salur sem kostar þetta mikið á að tryggja manni góð sæti. Það eiga ekki að vera sæti fremst í lúxussal. Ég fer ekki aftur í Lúxus salinn í Smárabíói, það er á hreinu. Áhugasamir geta talið spurningamerkin í þessari grein?