Hot Hot Heat - Elevator (2005)
Þriðja breiðskífa kanadísku stuðboltana inniheldur ekki lyftutónlist þrátt fyrir nafnið. Þeir fylgja eftir miklum vinsældum síðustu plötu sinnar þar sem lagið "Bandages" sló hressilega í gegn.
Það þurfti ekki margar hlustanir á þetta kvikindi til að gera sér grein fyrir að hér er kominn afar kærkominn gírkassi fyrir sumarið. Hér er hver helgrípandi stuðslagarinn á fætur öðrum bornir fram í 13 safaríkum bitum þannig að maður situr eftir slefandi að gleði. Þessi diskur er engu að síður ekki jafn nýstárlegur og "Make up the Breakdown" en þeir halda sig bara blessunarlega við það sem þeir gera best. Að færa manni stuðslagara til hressingar svo að í gírinn maður fari í. Ég læt fylgja með lagið You owe me an iou svo að fólk geti tekið bita af fjörinu. Tvö önnur lög af plötunni er reyndar að finna í eldri bloggum. Ég mæli eindregið með þessari plötu og fær hún hér með hressingarstimpil endurvinnslunnar.
9/10