Endurvarpið í 230. sæti í Þýskalandi
Útvarpsstöðin Endurvarpið sem Endurvinnslan SF rekur hefur nú hlotið nokkura hylli í Þýskalandi. Heimasíðan Liveradio.de sérhæfir sig í netútvarpsstöðum og hefur að geyma lista yfir þær bestu. Útvarpsstöðin SKY FM sem sérhæfir sig í 80's tónlist trónir á toppnum og virðist gríðar vinsæl. Það vekur samt athygli að hámarks hlustendafjöldi á þeirri stöð eru fjórir, nákvæmlega jafn mikið og hámarkið á Endurvarpinu. 230. sæti er fínn árangur þar sem listinn hefur að geyma 380 stöðvar en þess má til gamans geta að restina lekur stöðin FACE FM sem sérhæfir sig alfarið í popptónlist. Þið getið skoðað linkinn að ofan og séð til dæmis að lagið sem er í spilun hreyfist lárétt yfir skjáinn. Þetta þykir mönnum töff og hvetur þá til frekari afreka.