Endurvinnslan: Einkaviðtal við R2D2          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Einkaviðtal við R2D2

R2D2 í góðu gríni á Esso

Það eru líklega fáir sem vita af því að heimsfræg kvikmyndastjarna hefur nýlega hafið störf við Esso stöðina við Stórahjalla í Kópavogi. Hún er reyndar ekki að afgreiða heldur sér um að ryksuga bíla almennings. Hún hefur til í kassa og út úr honum stendur slanga sem fólk getur gripið í og sogað ryk. Hann heitir R2D2 og er vélmenni. Hann hefur leikið í öllum Star Wars myndunum og þar sem stutt er í að síðasta myndin verði frumsýnd var sérstaklega gaman að eiga við hann erindi.
Það var ljóst er ég hóf að spjalla við R2D2 að hann er blessunarlega laus við stjörnustæla og það kom mér virkilega á óvart hve eðlilegur hann væri. Þegar leið á tal okkar kom þó í ljós að hann hefur orðið fyrir miklum fordómum frá glysborginni Hollywood.
Það sem mér vakti fyrst forvitni á að vita var hvað svona fræg kvikmyndastjarna úr Hollywood væri að gera að ryksuga bíla á Esso í Kópavogi.

Fyrst og fremst þá vildi ég breyta til og komast út úr þessu glamúrlífi sem hentaði mér einfaldlega ekki. Ég var ekki alveg að fitta inní partýin og svona, fólk hélt ég væri einhver trúður og engin tók mig alvarlega.

Núna er síðasta Star Wars myndin að koma út bráðlega, hvernig var sú reynsla að kveðja allt þetta fólk sem kemur að myndunum?

Það var ekkert svo erfitt, enda voru fáir sem kvöddu mig. Fólk virðist halda að mér sé stýrt og eftir tökur verði ég bara galtóm tunna. Ég er ekki tóm tunna, ég hef tilfinningar. Það var þó einn sem virtist skilja mig og það var Chewbakka enda hefur hann þurft að mæta ýmsum fordómum sjálfur.

Hvernig finnst þér þessi nýja mynd samanborið við hinar?

Ruslatunna. Það er ekkert öðruvísi. Þið mannfólkið gortið ykkur um að hafa tilfinningar en þessi mynd sýnir að þið eruð jafn tóm og étin sardínudós.

En hvernig kom það til að þú fórst að vinna sem ryksuga á Esso?

Ég er með innbyggt internet í mér og var að skoða ýmsa möguleika. Ég álpaðist inná túristasíðu fyrir Ísland og leist vel á. Skoðaði síðan atvinnuauglýsingar og hafði þá samband við þá félaga hjá Esso. Ég vil þakka þeim kærlega fyrir það viðmót sem mér hefur verið sýnt. Yndislegt fólk hér.

Hvað er framundan?

Ja ég er að vinna í handriti af mynd sem er um vélmenni sem er ryksuga á daginn en á næturna berst við illar geimverur sem drekka mjólk. Ég vona að tökur byrji á þessu ári og góðar líkur eru að ég og Balti (Baltasar Kormákur) munum vinna saman að þessu verkefni.

Það var með söknuði að ég kvaddi þetta vingjarnlega vélmenni sem þrátt fyrir að vera úr málmi virðist furðulega mannlegur. Star Wars Episode III: Revenge of the Sith verður frumsýnd á föstudaginn.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music