Sitharinn og Selma
Á morgun hefjast sýningar á lokaleik Stjörnustríðs sexleiksins. Ég hef rætt við eina manneskju sem þegar hefur séð myndina og sagði hún að hér væri á ferðinni frábær mynd sem framkallaði jafnt gæsahúð, tár og hlátur. Ekki minnkar þetta spenninginn í hausnum á mér.
Obbsalega fannst mér síðan fyndið að Selma færi ekki áfram. Fólk var þegar byrjað að spá henni sigri í lokakeppninni og kemst síðan ekki einu sinni upp úr forkeppninni. Ég nefndi þetta einu sinni, kannski í meira gríni en alvöru að Selma kæmist ekkert áfram. Þá fékk ég aðsvíf frá viðmælendum mínum sem hlustuðu ekki á þetta kjaftæði. Enda þegar menn taka konu sem áður hefur keppt, krydda með smá Britney Spears húkki og klæða beljuna í rauð pokaklæði þá spyr engin að leikslokum. Æi ég er feginn, enda orðinn leiður á þessu lagi og nú þarf maður ekki að hanga í fjóra tíma yfir leiðindum.