Endurvinnslan: Star Wars Episode III: Revenge of the Sith (2005)          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Star Wars Episode III: Revenge of the Sith (2005)George Lucas lokar sex-leiknum með Hefnd Sith og útskýrir fyrir okkur hvernig hinn ungi og efnilegi Jedi riddari Anakin Skywalker verður hinn illi og kraftmikli Sith, Svarthöfði.
Fyrir mér er þessi lokahlekkur stjönustríðs mjög eðlilegur og læsir keðjunni á mjög ásættanlegan hátt. Svona á þetta að vera og ég er eiginlega að öllu leyti sáttur við hvernig Lucas endar þetta. Manni er ekkert hlýft við illskunni og hvernig Anakin beygir sig undir myrkrahöfðingjann sem leiðir hann síðan í afskræmingu og endurfæðingu sem hálfur maður, hálf vél. Myndin inniheldur vægðarlausan hasar, sérstaklega í seinni hluta myndarinnar þar sem lokauppgjör Obi-Wan Kenobi og Anakin Skywalker stendur uppi sem mikill gæsahúðarbardagi. En umfram allt þá er myndin mjög sorgleg og erfið upp á að horfa því að þarna eru persónur sem maður er búinn að fylgjast með í síðustu myndum að lenda í algjörum harmleik. Vonin felst þó í fæðingu Loga og Leiu sem er kannski ljósið í annars myrkri mynd. Þetta er mynd sem maður þarf annars að sjá aftur til að meðtaka betur. Þrjár og hálf stjarna er bráðabyrgðarstjönugjöf, hún gæti allt eins farið í fjórar. En að mínu mati mögnuð mynd og vel virði tilhlökkunarinnar.

                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music