Helgarhittarar
Hann er frekar ófrýnilegur söngvari bresku rafrokkssveitarinnar The Music. Það breytir því hins vegar ekki að hann hefur ansi skemmtilega rödd sem hann kreistir, teygir og togar með hressandi árangri. Þegar þjótandi rafmagnsgítar-riffum er síðan blandað saman þá ætlar allt um koll að keyra. Þetta er tónlist sem gaman er að hækka í og hrista hausinn vægðarlaust með. Ég tel þá því í góðri aðstöðu til að hressa fólk við um helgina. Lögin One way in, no way out og Cessation eru kjörin til þessa.