Kasabian og Hot Hot Heat
Ég fékk skot á mig um helgina um að ég ætti nú bara að einbeita mér að kvikmyndum og hætta að tala um tónlist sem enginn hlustar á. Hvað eru þá allir að hlusta á? Endilega segið mér það í commentinu. Eru það ekki Usher og félagar sem flestir hlusta á? Nei takk. Þetta er hins vegar ágætis punktur og verður hann tekinn til greina. Staðreyndin er hins vegar sú að lífið mitt samanstendur að mestu af bókalestri og tónlistarhlustun þessa dagana. Ekki ætla ég að fara að röfla um sálfræði hér á síðunni og því er það tónlistin sem fær að njóta sín. Það tekur einfaldlega of mikinn tíma að horfa á bíómyndir en mér finnst oft tilvalið að skella góðri músík á fóninn þegar ég hvíli mig á lestri. Síðan er bara sjálfsagt að aðrir njóti góðs af og klessi ég því þeim lögum sem hressa mig mest á netið. Lögin sem hressa vel þessa stundina er nýja lagið frá Hot Hot Heat, Goodnight Goodnight og lagið I.D.af plötu Kasabian en þeir eru breskir rafrokkarar að gera góða hluti.