Bloc Party út um allt
Fjölmiðlar keppast um að hampa bresku hljómsveitinni Bloc Party. Til dæmis stóð stórum stöfum í DV um daginn "Besta hljómsveit Bretlands". Þetta er svosum ekkert skrítið þar sem fyrsta platan þeirra Silent Alarm sem ég tók fyrir hér um daginn er ansi skemmtileg. Nú tel ég æskilegt að fólk geti sótt hér lög af þessari plötu til að vera vel með á nótunum. Hér eru Helicopter og Banquet. Gæða haushristingur.