Mercury Rev - The Secret Migration (2005)
Mercury Rev er afar mikilvæg hljómsveit. Þeir kunna manna best að galdra fram draumkennt popp en ég kýs einmitt að kalla tónlist þeirra draumpopp. Þeir hafa gefið út 6 plötur og byrjuðu í frekar sýrðri tónlist en hafa síðan gerst aðgengilegri með árunum og er þessi nýja plata þeirra vafalaust sú aðgengilegasta.
Platan byrjar á fyrsta singlinum "A secret for a song" sem er afskaplega flott lag og synd að það skuli ekki heyrast neins staðar (svo ég viti). "Across yer ocean", "Vermillion" og "First time mother's joy (flying)" eru síðan að mínu mati hápunktar á annars jafnri plötu. Eini gallinn sem ég get bent á er að hún er voða einsleit en ég er samt ekki viss hve mikill galli það er því hljóðheimur þeirra er eitthvað svo heillandi. Platan fær líka þumal upp fyrir flott kover. Þannig að hér er góð plata á ferð frá einum af mínum uppáhalds hljómsveitum. Eins og vaninn er þá enda ég þetta á textabroti og það er lagið "First time mother's joy (flying)" sem verður fyrir valinu.
Everywhere you turn you are, surrounded by the sound,
Of winter's song,
Everything is frozen and, only the swans have chosen,
To be strong
The skies are all a big commotion, somewhere the birds are all in motion
(Yearning to be back)
And home where they belong
An the love you once thought, long faded out of view,
Was there all along, and right in front of you,
An look at you now you're flying..too
You're flying too