Feist - Let it Die (2004)
Feist er kanadísk söngkona sem gaf út þessa plötu á síðasta ári. Hún hefur afar flotta rödd og ekki skemmir fyrir að lögin hennar eru mörg hver katsí og hressandi. Þetta er bara sona gamaldags popptónlist sem yljar manni allverulega í skammdeginu. Hápunktar eru One Evening, Secret Heart og Inside Out. Endilega tjekkið á þessu, hin fínasta plata hér á ferð.