Treilerar
Ég er búinn að vera að stúdera aðeins treilera úr væntanlegum myndum. Þetta eru flestar myndir sem koma út í sumar. Nefni hérna nokkrar áhugaverðar ásamt tengil á treilerinn þeirra. Sin City er ein þeirra, stjörnuprýdd mynd sem virðist mjög flott. Önnur í svipuðum dúr er FantasticFour sem byggð er á teiknimyndablöðum eins og Sin City. Íslandsvinurinn Batman fer á stjá þann 17 júní í Batman Begins og hún lítur ansi hressandi út. Að lokum ein gamanmynd sem inniheldur ansi skemmtilega blöndu leikara, Nicole Kidman, Will Ferrell og Michael Caine, Bewitched.