Nýtt System of a Down lag
Nýtt System of a Down lag flæðir nú á milli flösuþeytara heimsins í gegnum internetið. Lagið, sem ber nafnið Cigaro er af væntanlegri plötu Neðankerfismanna. Platan sú kemur út í lok febrúar með nafninu Hypnotize en þess ber svo að geta að önnur Neðankerfismannaplata kemur út með sumrinu með nafninu Mezmerize. Flösuþeytarar geta því lagt flösusjampóið til hliðar og byrjað að æfa höggfastar hreyfingar höfuðsins. Sjálfur hef ég hlustað á þetta nýja lag og þetta er alveg léttsturlað kvikindi, mikill hraði og geðveiki. Maður hefur þó heyrt þau betri með þeim félögum en þetta er ágætis upphitun fyrir plöturnar tvær. Að sjálfsögðu er lagið komið í spilun á Vinnslunni og jafnramt geta lesendur sótt það hér í góðum gæðum -->Cigaro