Gott í haus
Ég mæli með veitingastaðnum Red Chili sem hefur komið sér fyrir á Laugavegi 176. Safaríkur skyndibiti á vel viðráðanlegu verði. Fékk þennan líka safaríka hamborgara og hressandi risa franskar og sporðrenndi með brosi á vör. Síðan er umhverfið þarna aldeilis ekki af verri endanum, líkt og að vera mættur á Saloon í villta vestrinu. Snyrtilegt og einfalt. Setjið þettá í hausinn á ykkur.