Endurvinnslan: Væntanleg tónlist 2005          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Væntanleg tónlist 2005

Sigur-Rós menn að gera músík í Sundlauginni

Það eru stór nöfn í tónlistarbransanum sem gefa út breiðskífu á þessu ári. Mér langaði aðeins að tipla yfir þessa helstu. Af íslenskum listamönnum vil ég minnast á nýja plötu frá Sigur-Rós, Emilíunu Torrini og Leaves. S-Rós menn hafa líst yfir poppaðri plötu en miðað við það sem ég heyrði í hljóðveri þeirra (er ég villtist þar inn:)) þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur. Plata Emilíönu verður alveg rafmagnslaus, hugsanlega vegna hás rafmagnsreiknings eftir síðustu plötu. Ég hef eitthvað verið að hlusta á þessa nýju en hún er ekki alveg að heilla mig ennþá. Leaves kynntu efni af væntanlegri plötu á Airwaves og hlakkaði í mörgum. Af erlendum aðilum vil ég byrja á The Mars Volta sem gáfu að margra mati út eina bestu plötu ársins 2003. Nýja platan heitir Frances the Mute og hún inniheldur hvorki færri né fleiri en fimm lög, engu að síður um 80 mínútna plata! Ég stalst til að hlusta á smá stubb af plötunni og af honum að dæma er hér um svipaða geðveiki að ræða og í tilfelli fyrri plötu þeirra, De-loused in the Comatorium. Tvíburahljómsveitirnar Mercury Rev og Flaming Lips gefa báðar út nýjar plötur. Mercury Rev platan er silkimjúk og seiðandi eins og síðasta platan þeirra og það er vonandi að Flaming Lips haldi uppteknum hætti. System of a Down ætla ekki að sitja auðum höndum þetta árið og gefa út tvær plötur á árinu með sex mánaða millibili. Samkvæmt þeim eru þeir með svo mikið af snilldarefni að þeir neyddust til að skipta þessu á tvo diska. Maður kvartar ekki yfir því. Doves og Coldplay, tvær eðalbreskar hljómsveitir gefa út disk, einnig Hot Hot Heat, Beck, Chemical Brothers, Feeder, Oasis og Outkast. Svo er vonandi að The Postal Service og Damien Rice gefi okkur eitthvað nýtt, alveg komin tími á það. Þetta er það helsta sem ég veit um í dag. Nú er bara að sitja sveittum eyrum yfir þessu öllu.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music