Endurvinnslan: Star Wars þrennan á DVD          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Star Wars þrennan á DVD



Einhverjar skemmtilegustu myndir vetrarbrautarinnar eru Star Wars myndirnar gömlu og góðu. Fyrsta myndin kom út 1977 og sló mjög óvænt rækilega í gegn. Tvær framhaldsmyndir voru síðan gerðar og hafa þessar myndir bylt bandarískri kvikmyndagerð. Flest allar tæknibrellurnar sem eru orðnar svo algengar í dag má rekja til teymisins sem galdraði fram Star Wars með einhverjum módelum og dúkkum. 1997 voru myndirnar síðan lagaðar og fínpússaðar og núna 2004 er afraksturinn kominn á DVD og myndirnar hafa aldrei litið betur út. Það eru hrein forréttindi að fá að upplifa þessar myndir heima í stofu í þessum svaðafínu mynd- og hljóðgæðum. En tímaleysi myndana er þó ekki bara að þakka sniðugum tæknibrellum heldur líka hvað persónur og sagan er vel heppnuð. Einhver eftirminnilegasti og flottasti vondikall kvikmyndana varð til og honum fylgdi einnig ein ógleymanlegasta setning kvikmyndasögunnar "I am your father". Eftir að hafa horft á þessar þrjár myndir með stuttu millibili er ég á því að þessar myndir séu mun skemmtilegri heldur en LOTR þrennan, þó að ég ætli ekkert að segja um hvor sé betri. Bíómyndir verða einfaldlega ekki mikið skemmtilegri en þetta. Svo er bara að bíða og sjá hvernig Episode 3 mun takast við að brúa bilið á milli nýju Star Wars myndana og gömlu. Revenge of the Sith kemur í bíó í Maí 2005.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music