Taking Lives (2004)
Loksins gafst mér tími til að horfa á heila kvikmynd eftir mikla gúrkutíð á slíku atferli undanfarið. Tvær myndir voru valdar til þess eins að horfa á. Önnur þeirra var spennutryllir með Angelinu Jolie og Ethan Hawke. Þótti mér þetta misheppnuð mynd að allflestu leyti. Til dæmis þá er kynningaratriðið (æi þetta sem endar alltaf á Directed by) kópíað og peistað úr kynningunni á Seven. Ég gat ekki keypt Angelinu Jolie sem skarpskyggna alríkiskonu, hún er bara of fyrirsætuleg og með þessar varir út um allt. Fyrirsjáanleg og óspennandi mynd.
*/****