Endurvinnslan: Bestu plötur ársins 2004          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Bestu plötur ársins 2004

Þá er komið að því að telja upp það sem mér finnst standa upp úr árinu 2004 í tónlist. Það fór ekki mikið fyrir íslenskri tónlist hjá mér og því sleppi ég alveg að tala um íslenskt. Ég ætla mér ekki að setja þessar plötur í neina röð, þetta er allt snilld og ómögulegt að vera eitthvað að raða þessu upp. En þær eru..


Ilya – They died for beauty


Djassað popp í anda Goldfrapp sem sló sannarlega í gegn hjá mér á árinu. Unun á að hlusta.

The Music – Welcome to the North


Rafskotið klúbbarokk sem ætti að geta heillað hvaða hamstur sem er. Flott plata.

Sparta – Porcelain


Ekki fullkomin plata en hér er nóg af fínu, skotheldu rokki. Þeir eru ekki mikið að flækja málin, gera þetta bara vel og hér eru 15 áhugaverð lög.

Manic Street Preachers – Lifeblood


Þeir félagar sánda ansi vel í poppgalanum vel upprenndum. Magnaðar melódíur og bara gífurlega fögur plata.

Aberfeldy – Young forever


Systkyni Belle og Sebastian frá Skotlandi eru doldið svipuð og systkyni sín en hafa samt líka eigin stíl sem heillar margan. Hressandi og ljúfsárt.

The Killers – Hot Fuss


Sá sem skemmtir sér ekki vel yfir þessari plötu ætti að láta laga í sér heyrnina. Fullt af slögurum og dansvænt í þokkabót. Slefandi hressleiki.

Sahara Hotnights – Kiss and Tell


Þetta verður að teljast sumrplata ársins. Eitursvalar stelpur í dúndrandi stuði. Trommuleikari ársins þrumar á dollurnar.

Keane – Hopes and Fears


Þessi plata var leikin vægðarlaust í sumar og allir kepptust við að syngja með enda sjaldan sem maður heyrir eins grípandi tónlist.

The Zutons – Who killed the Zutons?


Enn ein hressandi platan. Þessi er spes, smá hallærisleg en ég nýt hverrar mínútu á henni.

Hope of the States – The Lost Riots


Tilfinningamesta plata ársins. Kraftur, fegurð og magnaðar lagasmíðar. Bestu nýliðarnir, engin spurning.

The Vines – Winning Days


Grípandi stuðrokk sem hljómar mjög vel. Fullt af fínum lögum.

Magnet – On your side


Maðurinn er með útúrmagnaða rödd og mörg lög hér eru algjör eyrnakonfekt. Þetta er með eftirminnilegustu diskum ársins og gaman líka að sjá hann á Airwaves.


Að lokum vil ég minnast á tvær plötur frá árinu 2003 sem ég kynntist á árinu.

Belle and Sebastian – Dear Catastrophe Waitress


Sólin skín og gott ef glittir ekki í regnbogann. Það er ekkert nema gúd fíling hér sem virkaði vel í sumar. Obboslega skemmtileg plata.

The Shins – Chutes Too Narrow


The Shins er tvímælalaust uppgötvun ársins hjá mér enda er þessi plata ekkert annað en stuð og stemning ásamt vænum skammti af flottum rólögum. Ekki má síðan gleyma tónleikum ársins sem þeir áttu á Gauk á Stöng.

                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music