Endurvinnslan: Hope of the States - The Lost Riots          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Hope of the States - The Lost Riots



Þessi hljómsveit kemur frá Bretlandi og er nafn sem fólk ætti að leggja á minnið sem hefur gaman af t.d. Muse og Sigur-Rós. Þetta er fyrsta platan þeirra og ég er ekki frá því að ég sé búinn að finna eina mögnuðustu plötu ársins. Svona held ég að Sigur-Rós myndi hljóma ef þeir væru rokkarar. Batteríin í píanóinu eru hvergi spöruð og ófá lögin eru einnig skreytt fiðluspili. Þeir geta verið ofboðslega kröftugir en detta inn á milli í rólegan og angurværan ham þar sem píanóið spilar jafnan stóra rullu. Þeir leggja mikla áherslu á sem stærstar útsetningar og því eru öll lögin miklar hljóðveislur. Ég er alveg að froðufella yfir þessu efni og hvet alla sem vettlingi geta valdið að kanna þessa menn. Þeir eru manna best með á nótunum. Gæsahúð ársins.
4,5/5
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music