Skinn handa hverjum?
Ég fór að velta fyrir mér þessum skvísum sem eru að hrista sig á pOPPtíví. Ungfrúr sem heita nöfnum eins og Beyonce, Christina, Lindsey, Geri og fleiri hnátur. Það er ekki bara verið að selja tónlist heldur virðast myndbönd þeirra fara mest í að selja útlitið sitt. Þær keppast um að hrista sig sem mest, eru með vísindamenn í vinnu hjá sér til að finna upp ný efnslítil klæði og þjálfa dagsdaglega upp tælandi og kynæsandi svipbrigði. En mér langar að spyrja fyrir hvern er þessi kroppasýning? Er markhópur þessara söngkvenna ekki að mestu konur, oftast mjög ungar stúlkur. Hafa þær gaman að þessu? Þetta finnst mér hið merkilegasta mál. Ætli þær séu kannski að reyna að ná í fleiri karlhlustendur og vona að þeir hugsi þegar þeir sjái þær hrista brjóstin ótt og títt "Heyrðu vá, þessi er með svona falleg brjóst, ég þarf að ná mér í plötuna með henni". Eða er þetta bara eitt dæmi um að heimurinn snúist um karla? Meira að segja tónlist fyrir stelpur snýst að miklu leyti um að æsa karlpeninginn upp. Hvort að hann nýtur svo góðs af þessu fer síðan bara eftir karlinum sem horfir. En að mínu mati er það ímynd kvenna sem sekkur í sandinn þegar ungar stelpur horfa á allar tónlistarkonurnar sem virðast þurfa að dilla sér í skinnlitlum fötum til að öðlast vinsældir á meðan karltónlistarmönnum líður ágætlega í góðri peysu og gallabuxum.