Skeinipappír
Það eru til kvikmyndagagnrýnendur, tónlistargagnrýnendur, vínsmakkarar, veitingahúsagagnrýnendur...en af hverju eru ekki til klósettpappírsgagnrýnendur? Það er algjörlega þörf á þessu í nútíma samfélagi þar sem neytendur vilja sameina gott verð og gæði. Ég er að hugsa um að taka þetta að mér. Í augnablikinu mæli ég ekki með Bónus skeinipappírnum þó að hann sé eitthvað ódýrari en annað. Hann er einfaldlega of grófur þannig að hætta er á að fá illt í rassaling. Mæli ég þá heldur með merki er kallast "merki hússins" að mig minnir. Töluvert mjúkur pappír þar á ferð og gott magn á rúllunni. Ég hvet fólk til að hleypa brúnum og prófa sjálft, það er svo gaman.