Bloc Party - Silent Alarm (2005)
Bloc Party koma frá Bretlandi og spái ég þeim miklum vinsældum á þessu ári en fyrsta platan þeirra kemur út í febrúar. Hér er um að ræða skemmtilega blöndu af Brit poppi og New York rokki, líkt og ef maður myndi blanda saman Blur og Interpol. Söngvarinn minnir líka hressilega á Damon Albarn þrátt fyrir að vera blakkur. Ég er mikið búinn að vera að hlusta á þessa plötu og hún hressir alltaf meira og meira. Maður er smá tíma að venjast þeim enda doldið sérstakir en þegar maður kynnist þeim betur er fátt meira hressandi en hátt stillt lag með Bloc Party. Tjekk it át.