Klassískar plötur: OK Computer (1997)
Það er náttúrulega með ólíkindum að ég muni eftir því þegar ég keypti þessa plötu. Það var árið 1997 í Japis þegar það var í Brautarholti. Valið stóð á milli nýju Oasis plötunnar eða þessarar nýju Radiohead plötu. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því vali. Þrátt fyrir að ég fattaði ekki neitt í þessari plötu fyrst, stóð gáttaður fyrir framan hátalarann og klóraði mér í hausnum (kannski hefði ég átt að kaupa Oasis plötuna) þá fattaði maður að lokum hvað hér væri á ferðinni. Og þá var gaman. Ég get ennþá í dag sett þessa plötu á fóninn og dást að henni, hér er sígild plata á ferð.