Gamalt og gott
Ég var að taka til í neðanjarðarbyrginu heima hjá mér og fann þá MK blað frá 1998. Þar var grein sem ég hafði skrifað í miklu uppnámi og sagði farir mínar ekki sléttar. Birti ég nú þessa grein orðrétt með góðfúslegu leyfi höfundar. ATH: þesi grein er einungis til hressingar og þar telst ekki með birting í fjölbýlishúsum né á almenningsklósettum. Góða skemmtun.
Einhvern tímann sá ég það skrifað í einhverju MK blaði að nemendur í skólanum ætti allir að vera eins og ein stór fjölskylda. Þegar ég las þetta brosti ég og fannst þetta mjög haglega mælt, mjög svona “happy” orðalag. Svona eins og klassíska setningin “öll dýr í skóginum eiga að vera vinir”. Skömmu eftir að ég hafði lesið þetta brást nýja fjölskyldan mér heldur betur þegar hún stakk mig í bakið með brauðhníf og skildi mig eftir einan útí rigningunni. Eeee já það sem ég er að reyna að segja er að 8000 króna nýju Converse skónum mínum var stolið. Ég er kannski ekki alveg saklaus í þessu máli þar sem ég tímdi ekki 1000 krónum í skáp og geymdi því skóna þar sem allir hinir skápalausu fátæklingarnir geymdu sínar mokkasínur.
Ég man eftir þessum degi eins og hann hefði gerst í gær. Ég leitaði eins og örvæntingarfullur geðsjúklingut að skónum inná hverju einasta klósetti í skólanum, öllum kimum og krókum og vonaði í hvert sinn að einhver sniðugur prakkari hafði falið þá fyrir mér í einhverju flippi. En sú var ekki raunin. Skömmu síðar stóð ég niðurlútur útí snjónum á inniskónum mínum og ákvað að haltra til ömmu minnar sem býr stutt frá. Eftir að hafa gengið dágóðan spöl í snjónum voru sokkarnir orðnir kaldir og blautir. Það var of seint að snúa við. Þrjóskur og hugrakkur spígsporaði ég hetjulega yfir ískalda fönnina. Ég veit ekki um neitt verra en að týna skónum mínum. Eftir þetta hélt ég fast í alla lausa hluti á mér og athugaði hvort að úrið væri ekki örugglega á sínum stað á 5 mínútna fresti. Núna, mörgum mánuðum síðar þegar ég var nýbúin í meðferð hjá sálfræðingi eftir skómissinn gerist þetta aftur. En í þetta sinn voru það ekki rándýrir skór heldur peysa sem hún amma gamla hafði gefið mér í jólagjöf. Í matsalnum fór ég úr þessari fínu peysu enda vel heitt í henni. Stuttu síðar hringir bjallan og í öllum hamaganginum gleymi ég að grípa peysuna með mér. Eftir tvo tíma kem ég aftur inní matsal, öruggur um að engin fari neitt að hræra við peysunni en viti menn. Hún er horfin. En ég spyr núna, hver stelur peysu? Einmitt núna sé ég hann fyrir mér, fróandi sér í hægðum sínum í orkaflottum Converse skóm og smellfínnri, grárri og blárri peysu með kraga, með kardemmommummubæinn á fóninum og með brennheita bernessósu yfir rassgatinu á sér og í háværum samræðum við hundinn sinn. EF ÞÚ KANNAST VIÐ ÞESSA LÝSINGU..HAFÐU PEYSUNA OG SKÓNA BARA!
Einhvern tímann sá ég það skrifað í einhverju MK blaði að nemendur í skólanum ætti allir að vera eins og ein stór fjölskylda. Þegar ég las þetta brosti ég og fannst þetta mjög haglega mælt, mjög svona “happy” orðalag. Svona eins og klassíska setningin “öll dýr í skóginum eiga að vera vinir”. Skömmu eftir að ég hafði lesið þetta brást nýja fjölskyldan mér heldur betur þegar hún stakk mig í bakið með brauðhníf og skildi mig eftir einan útí rigningunni. Eeee já það sem ég er að reyna að segja er að 8000 króna nýju Converse skónum mínum var stolið. Ég er kannski ekki alveg saklaus í þessu máli þar sem ég tímdi ekki 1000 krónum í skáp og geymdi því skóna þar sem allir hinir skápalausu fátæklingarnir geymdu sínar mokkasínur.
Ég man eftir þessum degi eins og hann hefði gerst í gær. Ég leitaði eins og örvæntingarfullur geðsjúklingut að skónum inná hverju einasta klósetti í skólanum, öllum kimum og krókum og vonaði í hvert sinn að einhver sniðugur prakkari hafði falið þá fyrir mér í einhverju flippi. En sú var ekki raunin. Skömmu síðar stóð ég niðurlútur útí snjónum á inniskónum mínum og ákvað að haltra til ömmu minnar sem býr stutt frá. Eftir að hafa gengið dágóðan spöl í snjónum voru sokkarnir orðnir kaldir og blautir. Það var of seint að snúa við. Þrjóskur og hugrakkur spígsporaði ég hetjulega yfir ískalda fönnina. Ég veit ekki um neitt verra en að týna skónum mínum. Eftir þetta hélt ég fast í alla lausa hluti á mér og athugaði hvort að úrið væri ekki örugglega á sínum stað á 5 mínútna fresti. Núna, mörgum mánuðum síðar þegar ég var nýbúin í meðferð hjá sálfræðingi eftir skómissinn gerist þetta aftur. En í þetta sinn voru það ekki rándýrir skór heldur peysa sem hún amma gamla hafði gefið mér í jólagjöf. Í matsalnum fór ég úr þessari fínu peysu enda vel heitt í henni. Stuttu síðar hringir bjallan og í öllum hamaganginum gleymi ég að grípa peysuna með mér. Eftir tvo tíma kem ég aftur inní matsal, öruggur um að engin fari neitt að hræra við peysunni en viti menn. Hún er horfin. En ég spyr núna, hver stelur peysu? Einmitt núna sé ég hann fyrir mér, fróandi sér í hægðum sínum í orkaflottum Converse skóm og smellfínnri, grárri og blárri peysu með kraga, með kardemmommummubæinn á fóninum og með brennheita bernessósu yfir rassgatinu á sér og í háværum samræðum við hundinn sinn. EF ÞÚ KANNAST VIÐ ÞESSA LÝSINGU..HAFÐU PEYSUNA OG SKÓNA BARA!