Plata Emilíönu komin út
Nýja plata Emilíönu Torrini er komin í verslanir. Ber hún nafnið Fisherman's Woman og er afar róleg plata, öll með hægu gítarspili. Maður þarf líklega að melta hana ansi lengi til að fíla en ég er allavega aðeins kominn af stað. Endurvarpið er byrjað að spila tvö lög af plötunni, "nothing brings me down" og "sunny road". Platan kemur út í Bretlandi 31. janúar.