Alexander forsýnd á morgun
Nýjasta mynd leikstjórans Oliver Stone, Alexander verður forsýnd á morgun klukkan 20:30 í Háskólabíói. Planið er að vera á staðnum og sjá alltoffallegtfólk leika hetjur og gyðjur í stríðsleikjum. Leikarar eru semsagt af fríðari gerðinni, töffarinn Farrell, varakonan Jolie, hinn ávirðuleganháttkynþokkafulli Sir Anthony Hopkins, hinn snoppufríði Val Kilmer og sæti strákurinn Jared Leto. Hugsanlegt er því að myndin sé léleg og að Stónarinn hafi ákveðið að veðja á útlit leikara í staðinn. Þó má ekki gleyma því að eitthvað af þessu liði kann að leika. Oliver Stone hefur verið í töluverði áliti hjá mér eftir snilldir á borð við 'Born on the fourth of July' með Tom Cruise, 'JFK' með Kevin Costner, 'Platoon' með Charlie Sheen og 'Wall Street' með Michael Douglas. Einnig hefur hann gert 'Nixon', 'U-turn' og 'Natural Born Killers'. Það er vonandi að það verði eitthvað varið í þetta þar sem ég hef heyrt að hún sé að fá slappa dóma.