X-ið snýr aftur
X-ið hefur snúið aftur í dulargervinu X-FM á tíðninni 91,9. Þetta hlaut að gerast þar sem rokktónlistinn hefur ófáa hlustendur. Ég hef aðeins verið að hlusta á þessa stöð og ég finn ansi mikla svitafýlu af. Þeir virðast leggja mikla áherslu á að vera með allt þetta þyngsta úr meginstraumnum og virðast hljómsveitir á borð við Metallica, Korn, System of a Down og Nirvana vera hvað vinsælastar. Hvað svo sem manni finnst um þessar hljómsveitir þá finnst mér það full einhæft að leggja svona mikla áherslu á pungsvita og flösuþeytingu. Mér finnst að þeir mættu alveg teygja aðeins á þessu rokk hugtaki og slaka aðeins á þessari harðhausa-ímynd. Ég hef alveg gaman að góðu þéttu rokki en ekki sem aðalfæðu í lengri tíma. Núna eru þeir til dæmis enn að spila Metallica, ekki gott.