Ný lína frá Sæfisk
Fiskvinnslufyrirtækið Sæfiskur ehf hefur löngum verið þekkt fyrir góða vinnslu og frágang á fiskivörum. Nú hafa þeir heldur betur tekið nýja stefnu og hafa nú hafið framleiðslu á gæða snyrtivörum. Fyrsta línan í þessari nýstárlegu framleiðslu er hin svokallaða hákarlalína sem þó er hugsuð fyrir bæði kyn. Um er að ræða gel, líkamsáburð, rakspápu (fyrir herrana) og svitalyktareyði. Línan dregur nafn sitt af þeirri góðkunnu lykt sem ilmar svo oft á þorranum. Allar vörurnar í línunni hafa þessa sérstöku lykt og því er klárt að enginn verður svikinn af þessari töff línu. Nú geta allir ilmað eins og hákarl og fylgt nýjustu tísku.