Endurvinnslan: Gwen Stefani - Love Angel Music Baby (2004)          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Gwen Stefani - Love Angel Music Baby (2004)



Er að hlusta hér á plötu Gwen Stefani sem hún gaf út á síðasta ári. Hún hefur lengi verið í hávegum höfð hérna megin sem söngkonan í einni skemmtilegustu rokkhljómsveit síðari ára, No Doubt. Undanfarið hafa bæði hún og No Doubt farið að halla sér æ meira í átt að poppinu og nær það hámarki á þessari sólóskífu Gwen. Ég er með nokkrar væntingar þar sem No Doubt tókst að gera fína poppplötu núna síðast sem reyndar hét mjög vísvitandi nafni, Rock Steady, lítið um rokk þar.
Fyrsta lagið á þessari nýju plötu Stefani er hittarinn "What you waiting for" sem fólk ætti að vera farið að þekkja. Þetta lag vinnur vel á og bara með betri popplögum seinustu ára held ég svei mér þá. "Take a chance you stupid hoe" segir hún og maður hressist allur við. Næsta lag er voða mikið na-na-na-na og smá reggífílingur á svæðinu. Kona að nafni Eve lánar Gwen hjálpartungu í þessu lagi. Þetta er voða saklaust lag, alltílagi sona. Jájá Eve mætt á svæðið alrappandi, únts ah ah úúú je. Þetta hressir nokkuð, sérstaklega viðlagið þar sem na-na skapar stóran sess. Uss, þriðja lagið byrjar og ekki er það gott. Gwen er komin í gangster fíling og hrópar eitthvað. Hún fær þumal sem snýr niður fyrir þetta. Skipti um lag hér. Hún snýr þó aftur með eðal-laginu "Cool" sem gæti alveg orðið drulluvinsælt. Grípandi kvikindi hér á ferð sem hægt væri að vanga vægðarlaust við á góðu diskóteki. Bíðið við ég ætla að sjá hver semur sona hressandi vangalag...hún semur þetta ásamt einhverjum Austin sem er örugglega mikill vangaséfræðingur. Jájá lag fimm inniheldur hinn góðkunna André 3000 úr Outkast og það er alveg Outkast grúv í þessu lagi, hraður taktur og sápukúluhljóð sem skreyta dæmið. Nokkuð hressandi. "Tonight i'm gonna give you all my love in the Backseat" segir hún ósjaldan og skammast sín ekkert fyrir það. Oj! næsta lag er viðbjóðslegt. Hægur taktur og einhver dimmraddaður maður mælir perralega áður en Gwen hefur upp raust sína. Ekki gott kaffi. Ég hef ekkert á móti blökkumanninum en stundum þegar þeir ætla að vera rómó í músík verður það bara perralegt. Ohh baby, yeah eitthvað. Næsta. Jájá neinei, hér virðist hún vera að syngja um japan og japönsk kona er eitthvað að segja í bakgrunni. Ekkert spes lag, inn um eitt og út um hitt. Lag 8: Bíl er startað og flottur taktur fer í gang. "Put your hands up" og ég er ekki frá því að lyfta allavega annari. Þá er það "The Real thing" og það er í rólegri kantinum, smá reif í kroppinn fílingur í gangi. Ég kann vel við Gwen í rólega gírnum, hver man ekki eftir snilldinni "Don't Speak"? Þetta er ekki jafn gott og "Cool" en ágætt engu að síður. Þá er að sjá hvað tían bíður upp á. Strengir opna lagið og götutakturinn fer af stað. Þetta lag gæti nú alveg verið með Michael Jackson svei mér þá. Hefði alveg passað inn á plötuna Bad. Þetta er að sjálfsögðu hrós. "Danger Zone" er næst og er að gera góða hluti, meiri kraftur en í Bad laginu á undan. Jájá fínt þetta. Þá er það næstsíðasta kvikindið, lag 12: Aftur er André 3000 mættur á svæðið og þau kyrja eitthvað saman án undirspils. Spilið kemur þó að lokum og enn syngja þau saman og þetta er mjög Outkast-legt, sem er bara jákvætt, enda hressandi. Gwen rekur lokanaglann með endurhljóðblöndu af "The Real Thing" sem gerir lagið enn mýkra því undirspilið er minnkað og meiri áhersla á röddina. Ég er ekki frá því að lagið sé betra í þessari útgáfu. En jæja það er ljóst að Gwen hefur gert ágætis plötu sem poppunnendur geta sargað í sig slefandi. Það væri samt ekki verra að fá hana aftur í rokkið...hver veit nema hún snúi aftur með gítar í hönd, þótt hún kunni reyndar ekkert á gítar þá fer það henni örugglega vel.
3/5
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music