Oldboy (2003)
Maður skellti sér í bíóhús í kvöld, borubrattur að vanda og sú ákvörðun var tekin að hvíla Hollywood framleiðslur. Kóreska myndin Oldboy, sem sýnd er í nýju og endurbættu Laugarásbíó varð fyrir valinu. Þessi mynd hefur verið að fá hylli víða erlendis. Jón Gnarr heiðraði gesti með nærveru sinni á þessari átta sýningu.
Obboslega fersk mynd og góð tilbreyting frá Hollywood. Það sem gerir myndina þó góða að mínu mati er að hún nær að koma manni verulega á óvart og maður veit aldri hvað gerist næst. Þannig að ég var sáttur við þessa.
***/****