The Thrills - Let's bottle Bohemia (2004)
Það voru margir hrifnir af fyrstu plötu þeirra Thrills manna, "So much for the City" og var ég einn þeirra. Maður hafði því miklar væntingar fyrir þessari annari plötu þessa hressu krakka frá Írlandi.
Ég er búinn að taka nægan tíma í að tyggja þessa plötu og melta og því ætti þessi gagnrýni að vera ansi skotheld. Vissulega er það rétt að þeir eru ekki mikið að bregða út af því spori sem þeir fylgdu á fyrri plötunni og er það helsta sem menn finna þessari plötu til foráttu. Þetta angar mig ekkert sérstaklega, mér finnst ágætt að fá bara mikið af því góða. Hins vegar þá eru lögin á þessari ekki alveg eins hressandi og góð og lögin á þeirri fyrri. Þeir ná þó upp góðri stemningu í "Tell me something I dont know", "Whatever Happened to Corey Haim", "Not for all the Love in the World" og "You can't fool old friends with Limousines". Að mínu mati vel ásættanleg plata en kannski full stutt, aðeins 10 lög.
3/5