Endurvinnslan: í spilaranum          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

í spilaranum

Ég ætlaði aðeins að renna yfir hvaða diskar eru að snúast í spilaranum mínum þessa dagana.

The Zutons - Who killed the Zutons
Þetta er doldið hressandi efni. Mjög í takt við það sem er að gerast í rokkinu í dag, menn stara til fortíðar og allt sem hljómar gamalt þykir töff. Það sem heillar mig við þessa náunga er bara hressleikinn og fílingurinn. Lög bera nöfn á borð við Havana Hang Brawl, Creepin'an'a crawling og Zutonkhamuun.
Björk - Medúlla
Ég næ einfaldlega ekki að tengja við þessa plötu. Hugmyndin er voða sniðug og aðdáunarverð en mér finnst afraksturinn ekki ýkja merkilegur (allavega ennþá). Maður er einhvern veginn alltaf meðvitaður um að hún notar "bara raddir" og það er galli plötunnar, tónlistin týnist í raddhljóðunum.
Aberfeldy - Young Forever
Skotar að gera nokkuð svipaða hluti og Belle and Sebastian. Með gítar í annari og ljúfar melódíur í hinni skila þessi krútt mjög vinalegri plötu. Mjög þægileg og góð plata.
The Futureheads - The Futureheads
Þetta band er doldið heitt í dag, þykja upprennandi. Samblanda af The Libertines og Hot Hot Heat. Lögin eru stutt og stuðkennd, hvergi hikað og hvergi slegið slöku við í stuðinu. Mér finnst þetta alveg ágætt. "A to B" er í uppáhaldi.
Stina Nordenstam - The World is saved
Fréttablaðið var voða hrifið af þessari plötu. Ég er rétt kominn af stað með hana. Þetta er sænsk stelpa sem er voða inní sig og syngur voða sona sætt og feimnislega. Fyrsta lagið lofar góðu. Draumatónlist.
The Donnas - Gold Medal
Tvíburahljómsveit Sahara hotnights heitir The Donnas og gaf nýlega út þessa plötu. Ég er voða hrifinn af þessu, að stelpur séu að gera stuðrokk. Það fer allavega Donnas mjög vel og ég set þær á fóninn þegar ég er í hlutlausum. Hressir.

Næst á dagskrá er síðan til dæmis nýtt frá Emilíönu Torrini, Mercury Rev og Gwen Stefani. Ef þið viljið heyra í The Zutons, Aberfeldy, Björk, The Futureheads, The Donnas og fleiri góðum þá er bara að stilla inná þið vitið hvað.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music