Endurvinnslan: Pólverjinn Dominik          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Pólverjinn Dominik

Já það var hressandi samtalið er ég átti í gær við Pólverjann Dominik. Það byrjaði þannig að ég var á Soulseek að hlaða niður tónlist og þá spyr hann hvort hann megi hlaða niður nýju plötunni með Emilíunu Torrini sem ég var með í deilimöppunni minni. Ég hafði haldið það og kom síðan í ljós að hann skrifaði góða íslensku í þokkabót. Það sem magnaðast var að hann hafði aldrei komið til Íslands! Hann sagði að því miður þá væri ekki kennd íslenska í skólum í Póllandi en hann hafði lært hana sjálfur vegna mikils áhuga á Skandinavíu. Sagðist hann einnig hafa lært sænsku og norsku ef ég man rétt. Þetta fannst mér alveg magnað því hann virtist hafa nokkuð góð tök bæði á skrift og skilningi á íslensku. Hann er mikill áhugamaður um land og þjóð og var hann með gríðarlegt magn af íslenskri tónlist í sinni deilimöppu og virtist vita mun meira um íslenska tónlist heldur en meðal Íslendingur. Meðal hljómsveita sem hann var með voru Bang Gang, GUs Gus, Leaves, Mugison, Múm, Singapore Sling og Ske. Hann sagðist mikill aðdándi Bjarkar og Sigur-Rós. Þegar ég nefndi að ég hefði hitt þá félaga í hljóðveri varð hann voða spenntur. Ég kynnti Maus fyrir honum, spilaði þá á Endurvarpinu og leist honum nokkuð vel á. Það var ansi hressandi að heyra í þessum dreng (sem er aðeins 17 ára) sem virtist gríðar vel með á nótunum í tónlist enda skrifar hann víst umfjallanir um tónlist á eðal-pólskri músík síðu screenagers.pl. Svona er heimurinn nú lítill.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music