Jólamúsík og eitthvað
Nú eru útvörpin væntanlega farinn að henda þessum jólalögum í loftið. Þetta eru jafnan svona mis-skemmtileg lög en sum ná nú að koma manni í gírinn. Ég er byrjaður að sanka að mér jólalögum sem munu síðan fara í loftið þann 20. des þegar Endurvarpið verður komið í jólagírinn. En talandi um útvarp. Ég hef stundum þurft að þjást af því að hlusta á Bylgjuna í vinnunni og ég held að þessi stöð toppi allt í viðbjóði. Það er einhver ógeðslegur kall þarna á kvöldin: "Bylgjan björt og brosandi á þriðjudagskvöldi, klukkunni vantar þrjátíu mínútur í níu og við ætlum að svífa inní næsta hálftíma með bestu tónlist allra tíma á Bylgjunni. Það er Í svörtum Fötum sem eiga næsta leik með frábært lag af plötunni "svartir sauðir" og það er lagið "Þig ég ei vil og né þó það sé." Klukkan er nú 120 sekúndum meira en hún var áðan þegar ég sagði hvað klukkan var og ég segi næst hvað klukkan er þegar klukkan er tíu mínútur yfir tíu." Þetta er alveg hrottalegt á að hlusta en kannski ekki jafn hrottalegt og það er að hlusta á FM enda leggur maður ekki í slíkan hrylling.