Ekki vera Vammlaus
Jú góðan dag. Ég vil hvetja fólk til að ná sér í eintak af tímaritinu Vamm sem nýbúið er að gefa út. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta tímarit fyrir ungt fólk sem fjallar aðallega um tónlist, tísku og kvikmyndir. Þessu er dreift frítt um víðan völl og ætti að vera hægt að fá þetta í sjoppum, skólum og 10-11 þar sem ég náði í mitt eintak. Í þessu nýja tölublaði er m.a. talað við Jón Gnarr og fjallað um hljómsveitina The Shins sem vill svo skemmtilega til að ég skrifaði. En ef ég tala nú alveg hreinskilningslega út finnst mér þetta ekkert frábært tímarit, ekkert í samanburði við Undirtóna heitna en jæja þetta er allavega betra en ekkert. Þessi 7 síðna tískuþáttur er samt algjör hörmung og eyðsla á pappír. Hver hefur gaman af svona? Ég vona að ritstjórinn lesi þetta ekki :0