Endurvinnslan: Nokia on Ice          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Nokia on Ice

Kallinn smurði sig inn á tónlistarhátíðina Nokia on Ice í gærkvöldi. Þar sá ég í skottið á Jeff Who? ásamt því að sjá Dr. Spock og Bang Gang.

Jeff Who? hljómuðu vel og var leiðinlegt að sjá ekki allt sjóið þeirra. Ég hef ekki enn hlustað á nýju plötuna þeirra en sú plata er efst á óskalistanum í dag. Dr. Spock hafa aldrei verið ofarlega á merinni hjá mér en þeir voru nokkuð hressandi. Þeir rokkuðu ansi spikfeitt með öskrum, söng og rappi, ásamt því að bleikbuxna Óttar Proppé bauð góða kvöldið milli laga. Þeir voru það kraftmiklir að á tímabili fann maður innyflin hrisstast. Þetta er náttúrulega band sem nýtur sín best á tónleikum. Ég var með vætningar fyrir prógram Bang Gang enda búið að gera mikið úr þeirra sjói og að hann sé að túra í Evrópu og annað slíkt. Nýja platan Ghosts from the past fór soldið inn um annað og út um hitt á síðasta ári en ég greip í hana í dag og hún er ekki svo slæm. Málið bara með Bang Gang í dag, og eins og kom í ljós á tónleikunum er að Barði er ekki nógu góður söngvari, hann er einhæfur og í gær var hann oft bara falskur. Arnar úr Leaves var með honum og það heyrðist bersýnilega hvað sá kappi er mikið betri söngvari. Barði er hins vegar heilinn á bakvið Bang Gang og hefur gert margt gott með þeim. Hann mætti bara láta aðra um að syngja. En þeir náðu ágætis flugi þeir Arnar og Barði í gær, þá sérstaklega þegar Barði var ekki aðalröddin. Barði var þó með hressandi ummæli á milli laga sem allavega kættu mig og sessunaut minn.

Hér er eitt gott af Ghosts from the Past


Þegar Dr. Spock voru að spila fann ég skyndilega fyrir lausu höggi á maganum. Er ég leit niður blasti þar við hrákur á bolnum mínum. Það vildi svo heppilega til að ég var klæddur í gulann gúmmíhanska sem Dr. Spock höfðu hent í þvöguna. Gat ég því notað gúmmíhanskann til að fjarlægja hráka þennan og haldið áfram að rugga líkamanum í takt við tónlistina.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music