Endurvinnslan: Ferðin til Port Albert          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Ferðin til Port Albert


Tveir fílefldir kappar héldu í gær á slóðir forfeðra sinna. Hlykkjóttir vegir Victoriu fylkis leiddu þá að lokum til sjávarþorpsins Port Albert. Þarna hafði Peter vinur minn eytt fyrstu tíu árum ævi sinnar. Þarna hafði pabbi minn eytt tveim árum af ævi sinni á veiðibát sem pabbi Peters rak. Þetta var hressandi vegarferðalag. Tók um þrjá tíma að aka á leiðarenda með nokkrum stoppum í minniháttar bæjum með undarleg nöfn. Worrargul og Koorumburra eru einu nöfnin sem ég man og líklega vitlaus skrifuð. Ég nefndi við Peter að mörg þessi bæjarnöfn minntu mig á staðarnöfn í Lord of the Rings. Hann var ekki sáttur þegar ég úthlutaði honum hlutverk Samwise Gamjee og mér hlutverki Fróða. En Victoria fylki hélt manni fast með fallegri náttúru. Grængrösugar hlýðir svo langt sem augað eygir, fylkingar mikilfenglegra trjáa en stundum einmana tré.
Port Albert er hið fullkomna krummaskuð. Við skelltum okkur á eina barinn í bænum og vippuðum svellköldum bjórnum í trýnið. Þarna var eldra fólk samankomið. Þegar Peter fór á salernið fraus blóðið í æðum mínum þegar ég ýmindaði mér að ég yrði rotaður og píndur af snarklikkuðum bæjarbúum. Maður er búinn að horfa á of margar hrollvekjur. Barþjónninn var allavega skuggalegur eldri maður, illa tenntur með húðflúraðan handlegg.


In the town of Worrargul (where the orks come out at night from the underworld)




So close.. Við skiltið við afleggjarann af undrabænum Port Albert


Stemningin var ótrúleg á knæpu bæjarins. Það var dansað uppi á borðum og tekin líkamsskot.


A bit nippy. Þarna stóð ég svalur á túninu þar sem pabbi og Bjarki vinur hans lögðu tjaldvagni og sváfu í fyrir meira en 30 árum. Magnað.


Á bryggjunni í Port Albert


Ferðalangarnir síþreyttu. Fróði og Sámur.

svo var brugðið á leik..






"Yeah hi mum. Yeah I'm already in Mordor. Yeah it looks nice. Its a bit dark and I can hear screams in the distance. The locals are called orks and they are one ugly pack of people. We're gonna go ahead and find a hotel around here. It looks like its gonna rain...hey its lava. Vow its raining lava. Alright mom there is an ork here and I'm gonna ask him where I can get a beer around here. Cheers."
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music