Kennarinn
Það er á mörgu að taka í tónlistinni þessa dagana. Maður er að þreifa sig áfram í ýmsu. Það er gaur sem heitir Kenna sem ég veitti sérstaka athygli og þá sérstaklega laginu hans Out of Control sem er af annari plötu hans Make sure they see my face. Platan hefur verið að fá fína dóma og verður gaman að stúdera hana frekar, allavega miðað við þetta lag sem ég fíla í botn. Mjög töff lag sem gaman væri að hoppa við í góðu partýi með glansandi diskóljósum. Ég gat ekki fundið lagið í heild sinni á YouTube en verð að láta duga þessa auglýsingu fyrir PSP en þar er lagið notað. Kenna, gjöriði svo vel.