Endurvinnslan: Sleepless in Amsterdam (ok.)          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Sleepless in Amsterdam (ok.)

Sæll. Kominn aftur úr tíðindamikilli ferð frá Amsterdam þar sem einnig var komið við í borgunum Utrecht og Eindhoven. Komst í kast við lestarlögin á leiðinni til baka frá Eindhoven. Þá hafði ég keypt mér roundticket til Eindhoven daginn áður og hélt að hann myndi gilda einnig daginn eftir. Ljóst var að svo var ekki þegar óenskumælandi lestarvörðurinn ætlaði að fara að klippa í miðann minn en hemlaði skyndilega þegar hann sá gildistímann á miðanum. Hann sló um sig með óskiljanlegri hollensku og úr munni hans komu undarleg hljóð. Með hjálp talstöðvar tókst honum að draga að annan lestarvörð sem talaði ensku. Ég skýrði fyrir honum gang mála og setti upp glórulausan ferðamannasvip. "You have a ticket that is not valid. You are also siting in first class but have a ticket for second class. A BIG PROBLEM". Ég sá fyrir mér hollensku alríkislögregluna bíða á næsta stoppi. ÍSLENDINGUR HANDTEKINN Í LEST (hugsanlega eiturlyfjasmyglari). "En ég hélt að miðinn myndi gilda í dag líka!" myndi ég öskra þegar höfði mínu væri ýtt undir þak lögreglubílsins.
Eftir umræður á milli lestarvarðana sem fór fram á hollensku ráku þeir mig í burt eins og hund á annað farrými. Ég var feginn, sérstaklega að sleppa við sektina sem þeir gátu lagt á mig. Eitthvað um 60 evrur.
Annars komst ég að því að Hollendingar eru einstaklega vingjarnlegir, hjólreiðaglaðir en sparsamir.
Fyrsta daginn er ég vafraði um verslunargötur Amsterdam lenti ég í skemmtilegi atviki. Þá hafði ég labbað út úr mesta verslunarkjarnanum og var að labba yfir eitt af hinum fjölmörgu sýkjum sem einkenna borgina. Í gluggum í húsi á móti mér sá ég móta fyrir kvenlíkömum. Mér fannst þó eitthvað óraunverulegt við þetta enda er maður vanur að sjá bara gínur í gluggum á Íslandi. Er ég kom nær sá ég að í einum glugganum stóð ung kona, dökkhærð, andlitsfríð á hvítum nærfötum einum saman. Hún byrjaði að dilla sér ögrandi þegar ég kom nær og þá sá ég að í næstu tveimur gluggum voru einnig fáklæddar konur. Ég varð hálf vandræðalegur þar sem ég var sá eini sem var að labba þarna. Ég brosti þó til þeirra og gekk svo svalur áfram. Þá var bankað á glugga og sú dökkhærða gaf mér bendingu um að koma. Ég vissi þó hvar Davíð keypti ölið og hristi hausinn til hennar og gekk áfram.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music