James Dean Bradfield - The Great Western (2006)
Karlpungurinn sjálfur, meistari James Dean Bradfield, munnur hljómsveitarinnar fyrrverandi Manic Street Preachers tók nýverið tónlistina í sínar hendur og gaf út sólóskífu. Hann heldur sig á heimaslóðum, leikur grípandi og mikilfenglegt poppið sitt áreynslulaust og iljar MSP aðdáendum töluvert um hjartaæðakerfið. Þetta er fínasta plata hjá karli sem líður greinilega best í kunnuglegu umhverfi. Ekkert að því. Sjallala Sjallala..
James Dean Bradfield - An English Gentleman