Ofurmennið snýr aftur
Mikið hlakkar mig til að sjá hvernig Ofurmennið lítur út á 21. öldinni. Búinn að horfa á I og II og nú er bara að fara að drífa sig á 'Returns'. Gömlu Superman myndirnar (I og II allavega) eru klassískar þó kjánalegur séu á köflum. Þessar myndir eru annars gríðarlega rómantískar. Í II fórnar O-mennið kröftum sínum fyrir ástina en kemst síðan að því að hann gerði mistök. Lois Lane verður afbrýðissöm út í allan heiminn en eftir að Clark Kent kyssir hana gleymir hún öllu saman. Ég er ekki Ofurmenni en ég veit hvað ást er. Og ég elska Superman.