Endurvinnslan: Muse - Black Holes and Revelations (2006)          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Muse - Black Holes and Revelations (2006)



Á fjórðu breiðskífu rokktríósins Muse taka þeir nokkur skref frá hallar-rokkinu sem einkenndi til að mynda plötuna Absolution og í staðinn stíga þeir inn á áður ókönnuð svæði einhvers konar framtíðarpopprokks og jafnvel dansrokks eins og í hinu umtalaða og margspilaða Supermassive Black Hole. Það verður að segjast Muse til hróss að hver plata frá þeim kynnir fyrir manni nýja möguleika í uppbyggingu og hljóðnotkun rokktónlistar.
Platan byrjar á laginu "Take a Bow" sem er við fyrstu hlustun ekkert sérlega grípandi lag en tilfinningin í laginu er rosaleg þar sem Bellamy messar yfir leiðtogum heimsins. Í laginu skiptir uppbyggingin öllu máli og í lokin er maður farinn að kreista hnefann og öskra með ("Death, you bring death and destruction to all that you touch. Pay, you must pay. You must pay for your crimes against the earth."). Við tekur svo öllu meira grípandi og saklausara lag, "Starlight" sem að mínu mati er alveg æðislegt. Restin er ekkert annað en veisla fyrir eyrun og ekki síður hjartað. Það er fátt um veika bletti á þessari plötu og hún verður betri og betri með hverri hlustun. Skyldueign.

9/10
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music