Segðu
Héðan er allt gott að frétta. Ég hef vingast við hóp mörgæsa og hafið náin kynni við ísbjörn sem mig grunar að sé kvendýr. Kuldinn er þó að gera út af við mig og þetta snjóhús getur ekki talist fokhelt. Það góða við þetta allt saman er að hér er nóg af æti og mér er tekið vel af mínum nánustu nágrönnum sem eru nánast engir. Frekari fréttum af dvöl minni á norðurpólnum má vænta á næstunni. Segðu.