The Concretes - The Concretes in Colour (2006)
Enn erum við stödd í Svíþjóð. Þangað hef ég aldrei komið en tónlistin þeirra bíður mig ávallt velkominn. Popphljómsveitin The Concretes kemur einmitt frá Svíþjóð og ég hef mikið hlustað á þeirra nýjustu plötu undanfarið.
Þetta er voða skemmtileg plata, þægileg og sæt. Lætur mann í friði en samt strýkur manni létt um vangann. Mér finnst söngkonan alveg yndisleg (það syngja reyndar nokkrar en ein mest). Hún er með mjög sérstakan söngstíl, stundum eins og hún sé að sofna. Lagið "On the Radio" er alveg yndislegt. Bjútí.
The Concretes - On the Radio
The Concretes - Chosen One
The Concretes - Tomorrow
8/10