Grandaddy - Just like the fambly cat (2006)
Bandarísku hljómborðspoppararnir í Grandaddy eru að fara að ýta úr hlaði sinni fimmtu breiðskífu. Sveitina leiðir Jason nokkur Lytle.
Síðasta plata Grandaddy, Sumday, þó ekki slæm var full einsleit og eldist því ekki nægjanlega vel. Á þessari nýju plötu eru þeir félagar komnir í skapandi gírinn og framreiða fjölbreyttan tónbúðing. Platan tekur smá tíma að borast í hausinn á manni, sem er vel, þýðir bara að hún á eftir að endast og eldast vel. Ég náði þó ekki að fíla öll lögin jafnvel en á heildina var ég ánægður með meirihlutann. Á plötunni eru 15 lög, þó mislöng en engu að síður er hér á ferðinni safarík viðbót í tónlistarflóruna. Góð plata frá Grandaddy, þó ekki frábær.
Just like the fambly cat er síðasta plata Grandaddy. Platan kemur út í mai.
Summer..it's gone
Campershell Dreams
8/10