The Sounds
Svíar hafa löngum verið með á nótunum í tónlist. Ég er þessa stundina að hlusta á sænskt band sem heitir The Sounds og þetta er bara nokkuð skemmtilegt efni. Minna óneitanlega á samlanda sína, gellubandið Sahara Hotnights. The Sounds hafa Maju Ivarsson við hljóðnemann en aðrir meðlimir eru með limi. Annars er þetta nokkuð hefðbundið hressingarokk en það sem kryddar tónlistina þeirra er að hljómborðsleikarinn er duglegur að þrýsta á takkana. Þetta hressir.
The Sounds - Tony the Beat
..og svo er það þessi ballaða
The Sounds - Night after Night