The Chronicles of Narnia: The Lion, The Witch & The Wardrobe (2005)
Aukasýning var um helgina í Háskólabíói á kvikmyndinni Narnia sem sýnd var um síðustu jól. Endurvinnslan þefaði sýninguna uppi ásamt allnokkrum hressum krökkum.
Ég hefði ekkert haft á móti því að vera svona 8 ára þegar ég horfði á myndina. Líklega hefði ég þá fengið fullnægingu, eða það sem barnshjartað túlkar sem fullnægingu. Ástæðan: Jú myndin er töfrandi á svoldið barnalegan hátt. Engu að síður skemmti ég mér vel þrátt fyrir aldurinn. Stelpan sem lék yngri systurina í myndinni var alveg stórkostleg og nefni ég hana besta leikara myndarinnar. Síða tileinkuð henni. Fín mynd.