Veruleikasjónvarp
Nú hefur hið svokallaða veruleikasjónvarp náð botninum í lágkúru. Þessi tegund afþreyjingar þar sem veikleikar mannskepnunnar eru nýttir svo að aðrir geti fylgst með hefur í nokkurn tíma notið vinsælda. Núna í gær var hinn nýji veruleikaþáttur, Eurovision sýndur í Sjónvarpinu þar sem misheppnaðir tónlistarmenn koma fram í þeirri trú að þeir eigi möguleika á frægð. Þarna er saklaust fólk leitt á asnaeyrunum og niðurlægt fyrir þjóðinni svo að hinn venjulegi Nonni og hinn venjulegi Manni geti frussað af hlátri yfir óförum og sakleysi annara. Þetta er grimmdarlega gert af umsjónarmönnum þáttarins því þetta fólk veit einfaldlega ekki betur. Ég held að allir þessir tónlistarmenn eigi rétt á afsökunarbeiðni frá Sjónvarpinu. Hættum að hlæja af ógæfufólki.