Þeir sem minna mega sín
Um jólin er tilvalin tími til að hugsa til þeirra sem minna mega sín. Ekki eru nefninlega allir sem háma í sig stórsteikur og sælgæti um jólin, þurfa jafnvel að hafa mikið fyrir því að fá eina kartöflu til að narta í. Fátæku börnin í Afríku, fórnarlömb jarðskjálftans í Pakistan, einstæðar mæður, eldri borgarar, fátækir námsmenn, David Hasselhoff. Allt eru þetta hópar sem þurfa um sárt að binda um jólin og geta ekki notið þeirra lífsgæða sem við flest hér á Íslandi þekkjum. Einn hópur vill svo gleymast um jólin. Þetta er hópur sem verður fyrir barðinu á fordómum og skilningsleysi, sérstaklega um jólin. Þetta eru vampírur. Við megum ekki gleyma lítilmagnanum um jólin. Hugleiðum þetta fólk og réttum þeim útrétta höndina þegar það þarf á henni að halda. Sniðugt væri til dæmis að gefa lítilli vampíru lítið jólaglas fullt af blóði úr eigin hendi. Það er dæmi um sannan jólaanda.