Endurvinnslan: The Darkness - One way ticket to hell..and back (2005)          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

The Darkness - One way ticket to hell..and back (2005)



Þeir eru komnir aftur á stjá hallærisjólasveinarnir í The Darkness. Þetta eru breskir náungar sem hallast að glysrokki og eru augljóslega miklir Queen aðdéndur. Fyrsta platan þeirra Permission to Land naut gríðarlega vinsælda enda fínasta plata þar á ferð þó hún eldist nú ekkert sérstaklega vel.
En þessi nýjasta Darkness plata er alveg bráðskemmtileg. Þeir eru orðnir aðeins poppaðri og töluvert Queen-legir enda eru þeir með pródúsent sem vann einhvern tíma með Queen. Þeir eru til að mynda komnir með skræka kóra á bak við sig eins og Queen notaði til dæmis í Bohemian Rhapsody. Þessi pakki fer The Darkness mjög vel og söngvarinn fer hamförum í hverju lagi á fætur öðru, skrækur sem lækur og hress sem fress. Hlustið til dæmis á Hazel Eyes og Girlfriend. Þetta er því ein skemmtilegasta plata ársins og tilvalin partýplata fyrir stuðrokkara. Ekki er þó víst að platan eldist vel eins og sú fyrri en hverjum er ekki sama þegar hressleikinn er slíkur. Carpe Diem.

8/10
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music